Sumarfrí - nám og kennsla - rannsóknarstofu í Upplýsingatækni og miðlun

Ég er nú í sumarfríi bæði frá kennslunni í FÁ og frá námi mínu í menntunarfræðum á meistarastigi í Kennaraháskóla Íslands. Það er mjög gott að hafa tíma fyrir ýmislegt smálegt sem ég hef ekki gefið mér tíma til að hugsa um og sinna síðastliðna mánuði. Tíminn yfir sumarmánuðina nýtist til að hlaða batteríin fyrir komandi skólaár. Það slökknar þó ekki alveg á allri hugsun um nám og kennslu. Í rólegheitunum er gott að leyfa nýjum hugmyndum að birtast, velta hlutunum vel fyrir sér og finna nýjar leiðir og lausnir að ýmsu sem kemur að notum að hausti þegar skólastarf hefst á ný.

Miðvikudaginn 25. júní var ég viðstödd stofnfund rannsóknarstofu í Upplýsingatækni og miðlun. Ég var þarna í yfir 20 manna hópi, þar á meðal stórum hluta stofnaðila. Aðalmarkmið rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun. Ég held að ekki sé vanþörf á. Í nám mínu í KHÍ á liðnum vetri varð ég áþreifanlega vör við að það vantar mikið á að menntarannsóknum sem snúa að upplýsingatækni og miðlun hafi verið gerð nægjanleg skil á Íslandi. Heldur meira var til af efni þegar leitað var á Netinu erlendis og gott að geta notfært sé kosti Netsins til að fá yfirsýn yfir slíkt. Ef marka má góð viðbrögð og þátttöku í stofnun rannsóknarstofunnar höfum við alla burði til að takast af krafti á við að bæta úr ástandinu varðandi rannsóknir og skrif sem tengjast upplýsingatækni og miðlun hér á Íslandi. 


Er það ekki alltaf einhverjum öðrum að kenna?

odrumadkenna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband